Mest fjölgun ferðamanna frá Kína það sem af er ári
Mest fjölgun ferðamanna frá Kína það sem af er ári
Í janúar og febrúar fjöldaði kínverskum ferðamönnum á Íslandi um 2.444 á milli ára og var það mesta fjölgun í ferðamannahópi eftir þjóðerni. Aukningin nam 16,2% milli ára en á sama tíma fækkaði ferðamönnum til Íslands um 6,4%, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll.
Kínverjar eru þriðji stærsti ferðamannahópurinn á Íslandi það sem af er ári, á eftir Bandaríkjamönnum og Bretum. Ferðamönnum frá báðum þessum löndum fækkaði hins vegar í janúar og febrúar, Bandaríkjamönnum um 15,3% og Bretum um 8,8%.
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu 17.557 ferðamenn frá Kína til Íslands en á sama tíma komu 13.534 ferðamenn frá Þýskalandi. Þar á eftir kom Frakkland með 12.201 ferðamann. Umtalsverðar sveiflur eru að jafnaði í ferðum Þjóðverja og Frakka yfir árið, en þessir hópar koma hingað til lands að mestu leyti yfir sumarmánuðina. Kínverskir ferðamenn dreifast hins vegar betur yfir árið, þar sem um helmingur þeirra heimsækir Ísland að jafnaði á tímabilinu október til apríl.
Á síðastliðinu ári komu um 89.500 ferðamenn til Íslands frá Kína. Verði sambærileg aukning ferðamanna frá Kína út þetta ár og verið hefur á fyrstu tveimur mánuðum árins, má áætlað að fjöldinn fari nokkuð yfir 100 þúsund þegar á þessu ári.